Hagvangur logo

Deildarstjóri hjá Heilbrigðislausnum Icepharma

Hagvangur
On-site

Icepharma leitar að metnaðarfullum einstaklingi til að leiða fimm manna söluhóp á sviði heilbrigðislausna.

Ef þú ert með leiðtogahæfileika og reynslu á heilbrigðismarkaði, þá gætum við verið að leita að þér til að taka við spennandi starfi sem deildarstjóri hjá Icepharma.

Þú færð tækifæri til að leiða samstarf við þekkta framleiðendur á heimsvísu. Vörur sem um ræðir eru m.a. næringarvörur frá Nutricia, sáravörur frá Smith & Nephew og myndgreiningarbúnaður frá Siemens Healthineers.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Dagleg stjórnun og rekstur söluhópsins
  • Áætlanagerð og markmiðasetning
  • Leiða markaðssetningu og sölu á heilbrigðislausnum með kynningum, fræðslu og eftirfylgni
  • Myndun og viðhald viðskiptatengsla við heilbrigðisstarfsfólk og stofnanir
  • Samskipti við erlenda birgja og tengslamyndun
  • Viðskiptaþróun og greining vaxtartækifæra
  • Verkefnastjórn ásamt þátttöku í verðfyrirspurnum og útboðum
  • Skipulagning og þátttaka á fundum og ráðstefnum, hérlendis og erlendis

Hæfni

  • Reynsla af stjórnun og mannaforráðum er æskileg
  • Góð leiðtogahæfni og framúrskarandi færni í tengslamyndun og mannlegum samskiptum
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Rekstrarlæsi og greiningarhæfni
  • Reynsla af markaðs- og sölustarfi með heilbrigðisvörur eða lyf er æskileg
  • Framsýni, sjálfstæði og hæfni til að ná árangri í krefjandi verkefnum
  • Gott vald á íslensku og ensku

Vinnustaðurinn

  • Mötuneyti í hæsta gæðaflokki
  • Sérkjör á heilsuvörum, vítamínum og íþróttafatnaði
  • Áhersla er lögð á fræðslu starfsmanna
  • Skýr starfsmannastefna um jákvæð samskipti og vinnustaðamenningu
  • Fjölbreytt úrval af vítamínum og steinefnum á vinnustaðnum
  • Líkamsræktarstyrkir
  • Öflugt starfsmannafélag og sjálfsprottnir starfsmannahópar fyrir ýmis áhugamál
  • Styrkir úr heilsusjóði Ósa sem hvetur til heilsueflingar starfsmannahópa
  • Sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi

Icepharma er í fararbroddi á íslenskum lyfja- og heilbrigðismarkaði. Kjarninn í starfsemi okkar er að auka lífsgæði með öflugu framboði af heilsueflandi vörum. Hjá fyrirtækinu starfa um 100 manns við sölu og markaðssetningu, sérfræðiráðgjöf og þjónustu. Við leggjum áherslu á metnað, frumkvæði, gleði og svigrúm starfsfólks til að vaxa og þróast í starfi.

Icepharma er hluti af samstæðunni Ósar – lífæð heilbrigðis hf., þar sem samtals starfa rúmlega 200 manns. Á sviði Heilbrigðislausna starfa um 18 manns í frábærri liðsheild.

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og í samræmi við lög um meðferð persónuupplýsinga.

Nánari upplýsingar

Sverrir Briem - sverrir@hagvangur.is

Apply now
Share this job