Icepharma leitar að söludrifnum og metnaðarfullum liðsmanni í spennandi sölu- og markaðsstarf hjá Heilbrigðislausnum Icepharma
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sala og markaðssetning á lækningatækjum og hjúkrunarvörum
- Kynningar, fræðsla og eftirfylgni
- Myndun viðskiptatengsla og heimsóknir til viðskiptavina og birgja
- Þjónusta og ráðgjöf við viðskiptavini
- Þátttaka í verðfyrirspurnum og útboðum
- Fundir og ráðstefnur innanlands og erlendis
- Þátttaka í viðskiptaþróun og greiningu vaxtartækifæra
- Aðkoma að áætlanagerð og eftirfylgd áætlana
Hæfnikröfur
- Menntun á sviði heilbrigðisvísinda eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af sölu- og markaðsstarfi á heilbrigðisvörum er mikill kostur
- Áhugi á tæknilausnum ásamt góðu tæknilæsi
- Metnaður, drifkraftur og frumkvæði
- Jákvæðni og framúrskarandi færni í tengslamyndun og mannlegum samskiptum
- Góð skipulagshæfni ásamt faglegum og sjálfstæðum vinnubrögðum
- Mjög gott vald á íslensku og ensku
Vinnustaðurinn
- Mötuneyti í hæsta gæðaflokki
- Sérkjör á heilsuvörum, vítamínum og íþróttafatnaði
- Áhersla er lögð á fræðslu starfsmanna
- Skýr starfsmannastefna um jákvæð samskipti og vinnustaðamenningu
- Fjölbreytt úrval af vítamínum og steinefnum á vinnustaðnum
- Líkamsræktarstyrkir
- Öflugt starfsmannafélag og sjálfsprottnir starfsmannahópar fyrir ýmis áhugamál
- Styrkir úr heilsusjóði Ósa sem hvetur til heilsueflingar starfsmannahópa
- Sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi
Icepharma er í fararbroddi á íslenskum lyfja-, heilbrigðis- og neytendamarkaði. Kjarninn í starfsemi okkar er að auka lífsgæði með öflugu framboði af heilsueflandi vörum. Hjá fyrirtækinu starfa um 90 manns við sölu og markaðssetningu, sérfræðiráðgjöf og þjónustu. Við leggjum áherslu á metnað, frumkvæði, gleði og svigrúm starfsfólks til að vaxa og þróast í starfi.
Icepharma er hluti af samstæðunni Ósar – lífæð heilbrigðis hf., þar sem samtals starfa um 220 manns. Hjá Heilbrigðislausnum starfa um 20 manns í frábærri liðsheild.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og í samræmi við lög um meðferð persónuupplýsinga.
Nánari upplýsingar
Sverrir Briem - sverrir@hagvangur.is